I1 display pro xrite logo

Aðgerðir:  

i1 Display Pro frá x-rite er einfaldlega frábær skjámælir.

i1Display Pro er hin fullkomna lausn fyrir þá sem vilja hraða og sveigjanleika til að halda nákvæmni í lit.
Þeir vita það sem reynt hafa að ná fram réttum lit í stafrænni vinnslu að það skiptir gríðarlegu máli að fá rétta liti á skjáinn. Enginn vill sitja klukkutímum saman við skjáinn við vinnslu mynda eða video og sjá síðan að skjámyndin var ekki að sýna réttan lit.
Það sem þú sér á skjánum verður að passa við raunverulegt innihald stafrænnu skrárinnar sem þú ert að vinna með. Það er alveg sama hversu löngum tíma þú eyðir í að reyna að fullkomna myndina/videoið. Ef skjárinn er ekki réttur, verður útkoman aldrei fullkomin.
Með X-Rite iDisplay er fullkomnun ekki vandamál.